140. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[14:52]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Helgi Hjörvar) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er rétt að þetta hefur verðlagsáhrif og ég held að rétt sé hjá hv. þingmanni að nauðsynlegt sé að ræða þetta almennt. Ég held að verðlagsáhrifin séu að þessu sinni hverfandi, sem betur fer, þau eru að ég hygg 0,2%. Þetta kemur auðvitað líka til af því að við höfum ákveðið að haga því með þeim hætti að hafa gjöldin í krónutölu en láta þau ekki taka breytingum innan ársins, frá ársfjórðungi til ársfjórðungs eða eitthvað slíkt.

Við þurfum líka að fara yfir, og það ætlar efnahags- og viðskiptanefnd að gera, þessa sterku verðtryggingu sem við erum með í öllu okkar kerfi í rauninni og þetta er hluti af. Til að gjöldin haldi raungildi sínu er farið í þessar hækkanir árlega í samræmi við breytingar á verðlagi svo að tekjustofnar ríkissjóðs veikist ekki frá því sem áður var, enda mega þeir síst við því að veikjast frá því sem nú er.