140. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[15:11]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Helgi Hjörvar) (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég held að vel færi á því að þetta yrði rætt á þeim vettvangi, ég get ekki svarað fyrir það sem hefur komið fram í forsætisnefnd eða verið rætt í fjárlaganefnd enda á ég á hvorugum staðnum sæti.

Ég vildi hins vegar, vegna orða hv. þm. Péturs H. Blöndals um ákvæðin sem hann benti á að kæmu fram í breytingartillögunum og vegna þeirra stjórnarskrársjónarmiða sem hann vísaði til, árétta að það er auðvitað í höndum forseta Alþingis að úrskurða um slík sjónarmið og einu sinni hefur hann sannarlega úrskurðað um að hér skyldi fara fram 4. umr. um mál af þessum sökum. Hér er um ívilnandi aðgerðir að ræða gagnvart þeim sem í hlut eiga og nauðsynlegt að hafa það sjónarmið til hliðsjónar við mat á eðli máls.