140. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[15:12]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil í fyrsta lagi þakka virðulegum forseta fyrir að svara því sem hér var fjallað um og það mætti vera almennari regla hjá forsetum.

Hins vegar, virðulegi forseti, verður þessi umræða væntanlega búin þegar forsætisnefndarfundur verður haldinn klukkan eitt á morgun, ég á frekar von á því. Þá er svolítið seint farið í það mál. Ég furða mig á því, eftir alla þessa umræðu sem hefur verið í þingsölum um þingsköp, að ekki sé búið að fara betur yfir þetta hjá hv. forsætisnefnd. Í raun er ekki skrýtið að hér urðu mikil viðbrögð þegar hv. þm. Helgi Hjörvar upplýsti um að það hefði verið gert og komist að einhverri niðurstöðu sem síðan enginn kannast við.