140. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[21:12]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður talaði um að einhverjir væru ósáttir við ríkisstjórnina og hann er þá væntanlega að vísa í samfylkingarmanninn Gylfa Arnbjörnsson sem segir að stjórnin ráðist á réttindi launafólks og snupra þá sem lökust hafa kjörin í þjóðfélagi okkar og ýmislegt annað sem ég ætla ekki að fara í hér. Hv. þm. Magnús Orra Schram langar væntanlega mikið að ganga í Framsóknarflokkinn af því að hann talar alltaf um sig sem miðjumann. Mig langar því að spyrja hann hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að Gini-stuðullinn sem var mikið ræddur í Samfylkingunni sýni að ójöfnuðurinn sé að aukast hjá launafólki eftir tíð þessarar ríkisstjórnar.

Ég vil líka spyrja hv. þingmann hvernig hann kemst að þeirri niðurstöðu að við höfum niðurgreitt sparnað um 1,4 milljarða. (Forseti hringir.) Þetta er ný túlkun sem aldrei hefur heyrst áður.