140. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[21:15]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þarf ekki að endurtaka það sem ég sagði áðan, að lægra hlutfall er greitt af tekjuskatti 60–70% einstaklinga árið 2010 en var gert árið 2008. (Gripið fram í.) Ég lagði út af því í ræðu minni áðan að með því að leyfa fólki að hafa skattfrjálsan sparnað 2% en ekki 4% færir okkur nú í ríkissjóð um 1,4 milljarða í tekjur. Hefðum við tekið þessa ákvörðun á sínum tíma, strax eftir hrun, (GÞÞ: Er það niðurgreiddur sparnaður?) má leiða að því líkum, virðulegi forseti, …

(Forseti (ÁRJ): Hljóð í sal.)

og það var ég að reyna að túlka í ræðu minni að með þeirri ákvörðun að heimila áfram 4% skattfrelsi vorum við í raun og veru að sleppa því að taka tekjur upp á 1,4 milljarða. Ef við hefðum tekið þá ákvörðun á sínum tíma værum við með 4 milljörðum betri stöðu á ríkissjóði í dag. (Gripið fram í.) Já, ég verð að svara því í öðru andsvari. Ég mundi gjarnan vilja ræða stöðu almennu sjóðanna og hinna (Forseti hringir.) opinberu því að þar hef ég ákveðnar skoðanir. (Gripið fram í.)