140. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[21:28]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið sem og öðrum þingmönnum sem hafa veitt mér andsvar í kvöld.

Svo að ég reyni að tala skýrar og leggja áherslu á það sem ég vildi sagt hafa hér fyrr þá tel ég að þessi hugmynd sé allrar athygli verð. Ég tel að við eigum að skoða það mjög „grundigt“ hvort taka eigi þá stefnu sem meiri hluti velferðarnefndar leggur til. Ég tel hins vegar að betur fari á því að þetta mál komi inn sem sérstakt frumvarp eða sérstök breyting og fari til umsagnar og efnahags- og viðskiptanefnd fái þar með að kalla til sín á sín á fund þá hagsmunaaðila sem um það fjalla, þá sem starfa í þessum geira, hvort sem það er landlæknir, Lýðheilsustöð eða þá Samtök verslunar og þjónustu, Samtök iðnaðarins, Samtök atvinnulífsins og fulltrúar starfsmanna og svo mætti lengi telja — bara með svipuðum hætti og við gerum þegar lagafrumvörp og breytingar á skattalögum koma inn.