140. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[23:04]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Helgi Hjörvar) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta var nokkuð sérstakur útúrdúr frá umræðunni um þetta þingmál, um nagdýr, moldvörpur og Snæfinn snjókarl. Það er kannski ágætt þegar liðið er langt fram á kvöldið að þingmenn leyfi sér að fara um víðan völl.

Hér er til umfjöllunar þingmál nr. 195, frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum, til 2. umr. Í gær voru afgreiddar tillögur meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar um breytingar á þeim lögum í allnokkrum liðum og nokkuð umfangsmiklar breytingar sem hér eru til umfjöllunar. Ég vildi inna hv. þingmann eftir afstöðu hans til þeirra breytinga sem gerðar eru á málinu á milli umræðna.