140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

forræði Icesave-málsins í Stjórnarráðinu.

[10:43]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Í svona málum hljótum við að líta líka til reynslunnar. Forsvarið í samningsbrotamálum sem hafa verið höfðuð gegn Íslandi hafa verið á hendi utanríkisráðherra. Það er alveg ljóst að allir þessir fjórir ráðherrar sem ég nefndi áðan, ekki síst efnahagsráðherra, munu gegna verulegu hlutverki í því sem fram undan er við að undirbúa málsvörn Íslands fyrir EFTA-dómstólnum. Allur kraftur verður settur í það mál og ekkert til sparað í að ganga þannig frá því að málstaður okkar komist vel til skila. Þar mun efnahagsráðherra gegna veigamiklu hlutverki hver svo sem verður í forsvari. Við höfum bara ekki haft tækifæri til að fara yfir stöðuna, fara yfir hvernig þetta hefur verið áður og hvernig við munum halda á málinu í framhaldinu.