140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

um fundarstjórn.

[11:10]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég vek bara athygli á orðum hv. þm. Marðar Árnasonar. Þetta er mjög róttækt af stjórnarþingmanni. Ég hef ekki heyrt þetta sjónarmið áður. Hv. þingmaður talaði um að það væri mjög mikilvægt að ræða mál, koma með rök í málum og gagnrök o.s.frv. Það er algjörlega á (Gripið fram í.) skjön við stjórnarstefnuna. Ég nefni sem dæmi að í hv. efnahags- og viðskiptanefnd þegar koma nýir skattar og slíkt er þetta aldrei gert. Það er aldrei farið yfir afleiðingar eða neitt slíkt eða komið með rök og gagnrök, mál eru bara keyrð í gegn. Mér þykir því áhugavert að heyra þetta sjónarmið hv. þm. Marðar Árnasonar. Þetta er algjörlega nýtt sjónarmið hjá hv. stjórnarþingmönnum. (Gripið fram í.) Ég vona, sérstaklega þegar kemur að skattálögum og slíku, að nákvæmlega þetta sjónarmið hv. þm. Marðar Árnasonar verði ofan á, í það minnsta að heyrist í fleirum en bara honum. (Forseti hringir.) Húrra fyrir hv. þm. Merði Árnasyni.