140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[14:26]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það sem af er kjörtímabili hafa verið framkvæmdar 142 skattkerfisbreytingar á Íslandi. (Gripið fram í: 143.) Eftir að þetta frumvarp hefur verið samþykkt hafa verið framkvæmdar yfir 200 skattkerfisbreytingar (Gripið fram í: Kosið um það …) og fleiri breytingar eru í farvatninu í frumvörpunum sem eru hér til afgreiðslu.

Þetta frumvarp boðar skattahækkanir, gjaldskrárhækkanir og auknar byrðar á atvinnulífið. Við sjálfstæðismenn verðum á móti öllum skattahækkunum sem boðaðar eru í þessu frumvarpi og við munum ekki koma fram með neinar breytingartillögur. Ástæðan er að það er ekki hægt að bæta þetta frumvarp vegna þess að það vantar allan botninn í bátinn. Þetta er hriplekt og ekki hægt að bæta það þannig að við munum ekki reyna það.

Eins og ég segi munum við segja nei við öllum skattahækkunum (Forseti hringir.) sem hér eru boðaðar.