140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[14:41]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Sá skattur sem hér er verið að lækka — og það er alltaf gott að geta lækkað skatta — er tekinn af þeim sem eru að taka vaxtatekjur úr landi. Hann hefur á þessum erfiðu tímum, þessi nýi skattur, skilað ríkissjóði Íslands milljörðum á milljarða ofan. Það eru milljarðar sem þess vegna hefur ekki þurft að leggja á íslenskan almenning eða venjuleg fyrirtæki í landinu. En hann hefur óæskileg áhrif til lengri tíma og þess vegna er það gleðilegt að það megi lækka hann um helming en það mun draga úr tekjum af honum um á annan milljarð á næsta ári. Það sýnir vel hversu mikilvægt tæki þetta hefur verið í að brúa bilið í gegnum erfiðustu árin í ríkisbúskapnum á Íslandi án þess að það bitnaði á almenningi í landinu.