140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[14:51]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Með þessari tillögu meiri hlutans er verið að festa í sessi þá stefnumörkun ríkisstjórnarflokkanna að vega að séreignarlífeyrissparnaði í landinu. Honum var komið á fyrir um það bil tíu árum og hefur hann skipt mjög miklu máli. Við framsóknarmenn styðjum ekki þessa aðför norrænu velferðarstjórnarinnar að séreignarlífeyrissparnaði þjóðarinnar og viljum stuðla að því að honum verði viðhaldið og því styðjum við ekki þessa breytingartillögu.