140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[14:59]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Eftir af hugmyndum fjármálaráðherra stendur að hækka eigi kolefnisgjald á fljótandi eldsneyti. Sagt er í greinargerð að verið sé að hækka gjaldið til samræmis við það sem gildir innan Evrópusambandsins, úr 75% í 100%. Þegar þetta var upphaflega lagt til kostaði kolefniskvóti í Evrópu í kringum 13 evrur. Hann lækkaði síðan niður í 10 evrur og í gær kostaði hann á markaði úti í Evrópu 6 evrur. Ef þetta verður samþykkt sitjum við Íslendingar uppi með næstum því helmingi hærra kolefnisgjald á eldsneyti en bræður okkar annars staðar í Evrópu. (Gripið fram í.) Þetta er kveðjan sem hæstv. fjármálaráðherra ætlar að senda inn á heimilin núna á aðventunni. Við segjum nei.