140. löggjafarþing — 38. fundur,  16. des. 2011.

hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

304. mál
[12:35]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er dálítið ruglingslegt um hvort innstæður séu tryggðar að fullu eða ekki. Ástæðan er sú að þegar banki verður gjaldþrota er skoðað hversu miklar eignir þrotabúsins eru, eignirnar eru þá lán til viðskiptavinanna, og síðan hversu miklar skuldirnar eru, sem eru þá innlánin. Ef innlánin eru hærri en útlánin, hver er það þá sem (Gripið fram í: Enginn.) kemur með framlag? Og þá spyr ég hv. þingmann: Hvað er að gerast með SpKef og Byr þar sem staðan er sú að innlánin eru miklu hærri og þar með eru skuldir þessara tveggja sparisjóða miklu hærri en eignirnar? Svarið er ríkið.