140. löggjafarþing — 38. fundur,  16. des. 2011.

fjársýsluskattur.

193. mál
[14:20]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hótanir banka og sparisjóða um að skattur á heildarlaunagreiðslur þeirra muni leiða til þess að útibúum úti á landi verði lokað er ekki rökrétt ályktun í efnahagslegum skilningi, heldur miklu fremur réttlæting á því sem við köllum dagsdaglega að reka skúringakonuna fyrir yfirmanninn til að ná niður kostnaði.

Bankarnir eru búnir að ákveða að loka þessum útibúum og munu nota þennan fjársýsluskatt til þess að réttlæta þá ákvörðun.

Frú forseti. Við hv. þm. Atli Gíslason munum greiða þessum skatti atkvæði með jáyrði á eftir.