140. löggjafarþing — 38. fundur,  16. des. 2011.

hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

304. mál
[20:34]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Helgi Hjörvar) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég vil inna hann eftir því hvort hann sjái það fyrir sér í næstu framtíð að Ísland geti og vilji verða þátttakandi í FTP-prógramminu — Financial transactions planinu eða hvað eigum við að kalla það á íslensku? Fjárskiptaáætlun sjóðsins? — og hvað gæti þá orðið til þess að við gerðum það. Eins og kom fram í máli hv. þingmanns er það við þær aðstæður sem hægt væri að draga á hina íslensku innstæðu sjóðsins, upp á 27 milljarða, í Seðlabanka Íslands.