140. löggjafarþing — 38. fundur,  17. des. 2011.

sveitarstjórnarlög.

394. mál
[00:41]
Horfa

Flm. (Guðfríður Lilja Grétarsdóttir) (Vg):

Forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011.

1. gr.: Í stað orðanna „skv. 1. mgr.“ í 1. málslið 4. mgr. 108. gr. laganna kemur: skv. 1. og 2. mgr.

2. gr.: Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2012.

Ég ætla að hafa örfá orð um þetta mál. Eins og við öll vitum veitti Alþingi hinn 28. september sl. frumvarpi til sveitarstjórnarlaga lagagildi og munu ný sveitarstjórnarlög taka gildi 1. janúar 2012. Um heildarendurskoðun á gildandi lögum var að ræða og var frumvarpið afgreitt á grundvelli þverpólitískrar sáttar. Tæknileg mistök urðu hins vegar við vinnslu þingmálsins á Alþingi. Alþingi gerði m.a. þá breytingu á 108. gr. frumvarpsins að 1. mgr. var skipt í tvær, 1. og 2. mgr. Í þeirri umfangsmiklu vinnu sem innt var af hendi við vinnslu málsins láðist að gera breytingu á reglugerðarákvæði 4. mgr. 108. gr. til samræmis við þær breytingar sem gerðar voru á 1. mgr. hennar. Þetta frumvarp er einfaldlega lagt fram til að leiðrétta þetta lagatæknilega atriði en er í engu efnisleg breyting á fyrirliggjandi frumvarpi til sveitarstjórnarlaga. Ég læt því máli mínu lokið.