140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

304. mál
[10:44]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ríkissjóður glímir við mikla skuldsetningu og nú á að samþykkja að nota 9 milljarða af rándýru láni okkar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að leggja inn á innstæðureikning hjá sjóðnum. Vaxtamunurinn á láni okkar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og framlagi okkar til AGS er rúm 5% og leggst á skattgreiðendur. Þetta er óásættanlegt, ekki síst í ljósi þess að stjórnarmeirihlutinn hefur réttlætt blóðugan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu með nauðsyn þess að ná niður vaxtakostnaði.

Frú forseti. Við hv. þm. Atli Gíslason munum hafna þessari tillögu og sýna þannig í verki að við meinum eitthvað með kosningaloforðum um að standa vörð um velferðarkerfið.