140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

sjúkratryggingar.

359. mál
[10:48]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það eru mikil vonbrigði að hér sé aftur farið fram á frestun og það er mjög miður að hv. stjórnarliðar, að vísu ekki margir en nokkrir, hafa farið fram með miklum ósannindum í þessum málum og haldið því fram að ef lögin tækju gildi nú þýddi það kostnaðarauka. Því fer víðs fjarri. Farið var í þessa vegferð til að ná betri nýtingu úr þeim fjármunum sem fara til heilbrigðisstofnana og ég held að það sé krafa allra þeirra sem hafa veitt umsögn um þetta mál að það nái fram að ganga, þ.e. því verði ekki frestað eins og þessi kjarklitla ríkisstjórn ætlar því miður að gera.

Virðulegi forseti. Þetta eru mikil vonbrigði, þetta er vont mál og ég mun segja nei.