140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

umboðsmaður skuldara.

360. mál
[10:52]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er mjög nauðsynlegt að umboðsmaður skuldara starfi og sinni sínum verkefnum. Hins vegar hefur starfsemin orðið allt of umsvifamikil, hún er of flókin, hún er ekki nógu skipulögð og kostnaðurinn hefur rokið upp úr öllu valdi. Þess vegna get ég ekki greitt atkvæði með þessu og mun sitja hjá. Ég mun sérstaklega greiða atkvæði gegn 1. gr. þar sem fjallað er um að lífeyrissjóðirnir eigi að taka þátt í þessum kostnaði vegna þess að þetta lendir bara á almenningssjóðunum þar sem eru almennir verkamenn, iðnaðarmenn og verslunarmenn en ekki á opinberu sjóðunum.