140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

umboðsmaður skuldara.

360. mál
[10:54]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vek athygli þingheims á því að miðað við þetta frumvarp verður kostnaður við embætti umboðsmanns skuldara 2,5 milljarðar á þeim rúmlega tveimur árum sem embættið hefur starfað. Ég held að það sé umhugsunarefni fyrir alla að til dæmis hefði verið hægt að leiðrétta skuldir 500 fjölskyldna um 5 milljónir á hverja fjölskyldu. Ég held að þetta segi okkur að hér sé komið þungt og flókið kerfi sem skilar litlu en kostar mikið.

Virðulegi forseti. Mér er hlýtt til lögmanna. Það er margt gott fólk í lögmannastétt en það er kannski í helst til mikið lagt að setja alla þessa fjármuni í það. Ég bið hv. þingmenn sem eru lögmenn afsökunar á því en þetta er of mikið.