140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

fólksflutningar og farmflutningar á landi.

192. mál
[11:06]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég fagna því sem hæstv. innanríkisráðherra segir um að skipa starfshóp til að fara yfir landamærin eða greinarmuninn milli ferðaþjónustu og almenningssamgangna vegna þess að það er að hluta til það vandamál sem við er að glíma í þessu máli.

Margt í þessu frumvarpi stefnir að jákvæðum markmiðum en þó verður að geta þess að af hálfu aðila í ferðaþjónustu hafa komið fram miklar áhyggjur af frumvarpinu, einfaldlega vegna samkeppnissjónarmiða og vegna sjónarmiða um starfsaðstöðu ferðaþjónustunnar. Samkeppnisyfirvöld lýstu líka áhyggjum af þessu og úr þessum áttum komu sjónarmið um að geyma bæri afgreiðslu þessara ákvæða þar til heildarendurskoðun hefði farið fram.

Í ljósi þess get ég ekki stutt þetta frumvarpi þótt það stefni að mörgu leyti í rétta átt.