140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

fólksflutningar og farmflutningar á landi.

192. mál
[11:09]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það mál sem við erum að fara að greiða atkvæði um snýr að því að færa skipulag almenningssamgangna til landshlutasamtaka sveitarfélaga. Sveitarfélög landsins og landshlutasamtök hafa lýst miklum vilja til að taka við þessu verkefni. Það sem stærstur ágreiningur hefur staðið um í þessu máli snýr að leiðinni BSÍ – Leifsstöð. Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa lýst miklum áhuga á að fá það verkefni til sín. Ég er því fylgjandi að landshlutasamtök sveitarfélaga taki þetta verkefni að sér. Eins og fram hefur komið um atkvæðagreiðsluna leikur einhver vafi á málum sem snerta ferðaþjónustuna og ég tel mjög jákvætt að það sé vilji til að fara ofan í það og skipa starfshóp til að skoða með hvaða hætti því er fyrir komið.

Í grófum atriðum er ég fylgjandi þessu máli og þeirri stefnu sem það tekur núna.