140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

fólksflutningar og farmflutningar á landi.

192. mál
[11:10]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Umhverfis- og samgöngunefnd hefur farið mjög ítarlega yfir þetta mál og velt oft fyrir sér öllum þeim spurningum sem hér komu fram í gærkvöldi og koma fram núna. Það er sjálfsagt, þegar um það er beðið, að taka málið aftur inn til nefndar en ég vil ítreka fyrir þingheimi mikilvægi málsins fyrir sveitarfélögin í landinu, almenningssamgöngurnar og íbúa sveitarfélaganna, ekki síst dreifbýlisins, og nauðsyn þess að þetta mál verði afgreitt fyrir áramót. Sveitarfélögin vinna á fullu að metnaðarfullum verkefnum í þágu íbúa sinna. Þetta frumvarp færir valdið nær íbúunum og er til þess gert að fjármunum sem ríkið veitir inn í almenningssamgöngur verði betur varið. Það er mikil þróun í kerfinu eins og það er núna þannig að ég mæli eindregið með því við hv. þingmann að þetta mál (Forseti hringir.) fái afgreiðslu fyrir jólin. Að sjálfsögðu tökum við þetta aftur inn til nefndar fyrst farið er fram á það.