140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

eftirlit með skipum.

347. mál
[11:16]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Aldrei þessu vant get ég tekið undir allt sem hv. þm. Þór Saari sagði við þessa umræðu. Við erum ekki alltaf sammála en þó um þetta.

Hér er um að ræða hækkun sem er veruleg í prósentum talið en kannski ekki svo mikil þegar horft er til þeirra upphæða sem í hlut eiga. Það er samt óskynsamlegt hvernig staðið er að gjaldskrárhækkunum að þessu leyti og einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að þegar fjárlagafrumvarpinu var komið saman hafi verið farið í gegnum allt lagasafnið og skoðað hvar væri hægt að hækka einhver gjöld. Þetta er þar á meðal. Þetta er ekki stórt mál í því samhengi en ég get samt ekki stutt það í ljósi þess hvernig að þessu er staðið.