140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

opinberir háskólar.

378. mál
[11:24]
Horfa

Atli Gíslason (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta frumvarp gengur gegn grundvallarhugsjónum mínum um jafnrétti til náms. (BJJ: Rétt.) Frumvarpið er til þess fallið að hrekja efnaminni námsmenn frá námi og það bitnar á efnaminni fjölskyldum og foreldrum viðkomandi námsmanna. Ég þekki þetta mætavel úr baráttu minni fyrir Samband íslenskra námsmanna erlendis og úr stúdentabaráttunni á sínum tíma. Hér sitja allmargir hv. þingmenn sem lögðust gegn innritunargjöldum og slíku (Gripið fram í.) og það á að tryggja fjárveitingar til háskóla í landinu með öðrum hætti en að sækja féð í vasa efnaminni fjölskyldna landsins. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)