140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

opinberir háskólar.

378. mál
[11:25]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við sjálfstæðismenn munum greiða atkvæði með þessu máli. Við erum samkvæm sjálfum okkur varðandi þann málflutning sem við höfðum hér uppi árið 2005 þegar við fórum fram á hækkun innritunargjalda í samræmi við þann kostnað sem hlýst fyrir háskólana af því að halda uppi innritunum í háskólana.

Við styðjum þetta mál, tökum jafnframt undir núgildandi verklag, sem er til fyrirmyndar, það að gefa stúdentum kost á að dreifa greiðslum.

Við munum styðja þetta mál.