140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

381. mál
[11:33]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég tel mjög mikilvægt að þingheimur samþykki þá breytingartillögu sem hér liggur fyrir þar sem kveðið er á um að allir fundir ríkisstjórnarinnar skuli hljóðritaðir, afrit geymt í vörslu Þjóðskjalasafnsins og fundirnir ekki gerðir opinberir fyrr en að 30 árum liðnum. Það er nefnilega þannig í frumvarpinu sem hér er lagt fram að Róbert Spanó, prófessor í lögum við Háskóla Íslands, telur að upptökur af ríkisstjórnarfundum eigi að vera undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum, eins og fundargerðir ríkisráðs og ríkisstjórnar ásamt minnisblöðum sem til falla á ráðherrafundum.

Ég legg þessa breytingartillögu fram og hvet þingheim til að samþykkja hana vegna þess að það er raunverulega verið að leggja til frestun til 1. nóvember sem á ekki rétt á sér því að málið er fullrannsakað með þessu áliti Róbert Spanós.

Ég segi já.