140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

381. mál
[11:35]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Ég fagna því að þessi breytingartillaga verður felld. Í kjölfar hrunsins er enn í gangi leyndarhyggja á öllum vígstöðvum á Alþingi og í stjórnmálaflokkum (Utanrrh.: Ekki í utanríkisráðuneytinu.) nema í utanríkisráðuneytinu, segir hæstv. utanríkisráðherra. Það er gott að heyra það. Það væri óskandi að slíkar yfirlýsingar kæmu frá fleiri ráðherrum í dag (Gripið fram í.) en ég spyr hv. þingmenn Framsóknarflokksins hvers vegna þeir vilja stunda svona leyndarhyggju og vilja ekki opið og gagnstætt ríkisstjórnarsamfélag.