140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

381. mál
[11:38]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Það er ótækt að veita ríkisstjórninni svona langan frest. Hún þarf ekki tíu mánaða frest til að útkljá þetta mál. Ég mun því óska eftir því að þetta mál fari aftur til nefndarinnar og nefndin breyti þessu og hafi þennan frest 1. mars eins og upphaflega var um talað. Þetta mál er búið að fara í nokkra kollhnísa í nefndinni og það hefur verið inngrip í nefndarstarfið sem ekki er sæmilegt í þessu máli (ÁI: Þetta er rangt.) [Kliður í þingsal.] þannig að ég mun óska eftir því að málið fari aftur til nefndarinnar og sit hjá núna.