140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.

355. mál
[11:49]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Breytingartillagan er svohljóðandi:

„Ráðherra skal við gildistöku laga þessara skipa starfshóp með fulltrúum allra þingflokka og sérfræðingum. Starfshópurinn skal skoða mögulegar útfærslur á því að tiltekinn hluti skulda heimila verði metinn sem stofn til frádráttar frá tekjuskatti. Hópurinn skal skila ráðherra fyrstu tillögum sínum og drögum að lagabreytingum eftir því sem efni standa til en þó eigi síðar en 1. mars 2012. Ráðherra skal eigi síðar en 1. apríl 2012 leggja fram frumvarp til breytinganna fyrir Alþingi.“

Ég fagna því að hv. þm. Jónína Rós Guðmundsdóttir skuli hafa tekið jákvætt í þessa hugmynd en ég tel að eftirlitsnefndin sé ekki rétti aðilinn til að koma með tillögur um breytingar á skattkerfinu.