140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

raforkulög.

305. mál
[11:57]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Frú forseti. Við erum að leggja til að tvöfalda gjald við raforkueftirlitsgjald úr 48 milljónum í 98, fjölga ríkisstarfsmönnum og stækka báknið. Á sama tíma leggur ríkisstjórnin til að skera niður í velferðarkerfinu og segir það nauðsynlegt. Það er ekkert að hrynja í raforkueftirlitskerfinu, það er engin nauðsyn að gera þetta á þessu ári. Við getum leikandi frestað þessu, þetta er ekki aðkallandi. Hér kemur stefnumörkun hinnar fyrrverandi norrænu velferðarstjórnar fram, það á að stækka báknið en það er skorið niður í velferðarmálum.

Ég ætla að segja nei.