140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

efling tónlistarnáms.

383. mál
[12:19]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Eins og fram hefur komið er þetta samningur á milli ríkis og sveitarfélaga. Það skref sem hér er tekið varðandi tónlistarnám er af hinu góða og ég mun styðja þetta frumvarp eins og það liggur fyrir. Ég legg hins vegar ríka áherslu á að það er nauðsynlegt að endurskoða lög um tónlistarskóla í heild sinni. Þetta er eingöngu skref og samkomulag um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga en til að fylgja því eftir að einstaklingar hafi jafnan aðgang að tónlistarskólum hvar svo sem þeir búa þarf að fara hér í allsherjarendurskoðun á lögum um tónlistarskóla. Ég hvet hæstv. menntamálaráðherra til þess sem og allsherjar- og menntamálanefnd þingsins.