140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

skráning og mat fasteigna.

361. mál
[12:24]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við þingmenn Sjálfstæðisflokksins í allsherjar- og menntamálanefnd styðjum ekki þetta mál, erum á móti því. Þetta er enn eitt dæmið, eins og við höfum verið að afgreiða fyrr í dag, um gjaldskrárhækkanir ríkisvaldsins. Þar fyrir utan er ekki ljóst af hálfu þeirra sem fluttu málið hvort um gjaldskrárhækkun væri að ræða eða hvort þetta væri skattahækkun. Hækkun þessa gjalds er líka langt umfram neysluvísitölu þannig að við erum á móti þessari breytingu þrátt fyrir að verkefnin sem fjármagnið á að fara í séu góðra gjalda verð.