140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[12:50]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er enn einn anginn af þessu máli og hárrétt hjá hv. þm. Pétri Blöndal. Það er verið að setja eignarskatta á lífeyrissjóðina og það kemur bara niður á almennu lífeyrissjóðunum. Þótt skatturinn sé á opinberu lífeyrissjóðunum eru réttindi þar tryggð með lögum þannig að ef ekki er næg innstæða, eins og er ekki, í opinberu sjóðunum munu þeir sem eru í almennu lífeyrissjóðunum greiða hana með sköttunum sínum. Flóknara er málið ekki.