140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

370. mál
[13:38]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Helgi Hjörvar) (Sf):

Virðulegur forseti. Sem kunnugt er hefur verið mikill og vaxandi kostnaður við fjármálaeftirlit í landinu. Það er ekki greitt af skattgreiðendum í gegnum ríkissjóð heldur bera fjármálafyrirtækin þann kostnað. Hann hefur nokkuð verið til umfjöllunar á þessu haustþingi vegna þess hve hröðum skrefum hann hefur vaxið og hefur sætt nokkurri gagnrýni. Ég vænti þess að á nýju árið verði farið í úttekt á starfsemi Fjármálaeftirlitsins til að meta meðal annars þennan vaxandi kostnað. Sömuleiðis er mikilvægt að þegar menn hafa lagt að baki þá vinnu sem hrunið skapaði Fjármálaeftirlitinu dragist kostnaðurinn saman á ný. Fyrir liggja yfirlýsingar Fjármálaeftirlitsins í þá veru.

Ég vísa að öðru leyti til nefndarálits okkar á þskj. 571 og breytingartillagna á þskj. 572.