140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

skyldutrygging lífeyrisréttinda.

368. mál
[16:17]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér erum við að ræða ýmis mál. Í fyrsta lagi er verið að fresta skuldbindingu til framtíðar, lengja það tímabil. Það ætlar aldrei að takast að vinna úr þessu hruni þó að ríkisstjórnin sé búin að vera lengi að. (Gripið fram í.) Síðan er lögð til skattlagning á lífeyrissjóði sem ég get heldur ekki fallist á þannig að ég sit hjá við þessa atkvæðagreiðslu.