140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

239. mál
[16:20]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við erum að greiða atkvæði um enn eitt agaleysið í ríkisfjármálum. Það á ekki að horfast í augu við þær skuldbindingar sem hlaðast upp í A-deild LSR þar sem er greinileg lagaskylda fyrir hendi enn sem komið er. Reyndar liggur fyrir frumvarp um að breyta því. Það á að hækka iðgjald ríkisins til LSR. Hér er verið að segja að þetta eigi að falla undir almenn lög þar sem eftir hrun var ákveðið í stuttan tíma að leyfa meiri vikmörk í mun á skuldbindingum og eignum lífeyrissjóða. Svo virðist sem menn ætli aldrei að geta unnið úr þessu hruni (Gripið fram í.) og menn virðast ekki geta horft til framtíðar. Það er verið að skattleggja börnin okkar til framtíðar, það er verið að hlaða upp skuldbindingum.

Hér er um það að ræða að það vantar 4 milljarða á ári í gjöld hjá ríkissjóði og það vantar 50 milljarða inn í eign LSR, A-deildina sem átti að standa undir sér.

Ég segi nei við þessu.