140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

svæðisbundin flutningsjöfnun.

371. mál
[16:45]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Vegna þeirrar umræðu sem hér hefur skapast tel ég rétt að undirstrika að hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra hefur komið í þingið með mikilvægt framfaramál fyrir landsbyggðina, um flutningsjöfnun á stórum svæðum í tveimur þrepum, og sá lítils háttar ágreiningur sem hér hefur verið snýr aðeins að því hvort örfá kauptún á norðausturhluta landsins hafi haft efnislegar forsendur til að falla undir reglurnar. Í ljósi þess að ráðherra kemur inn með endurskoðað mál að ári tel ég þinginu óhætt að bera ábyrgð á þessari ákvörðun sinni. Ef þessar efnislegu forsendur finnast ekki kemur málið náttúrlega aftur til kasta þingsins að ári.