140. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2011.

fólksflutningar og farmflutningar á landi.

192. mál
[17:16]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Guðfríður Lilja Grétarsdóttir) (Vg):

Forseti. Eins og óskað var eftir kom umhverfis- og samgöngunefnd saman og ræddi þetta mál að nýju eftir 2. umr. Meiri hluti nefndarinnar stendur að framhaldsnefndaráliti þar sem það er áréttað að innanríkisráðherra skipi starfshóp um skilgreiningu á hlutverki almenningssamgangna og aðgreiningu þeirra frá þjónustu við ferðamenn sem í sitji meðal annars fulltrúar sveitarfélaga og ferðaþjónustu. Starfshópurinn ljúki störfum fyrir 1. febrúar 2012.

Undir þetta framhaldsnefndarálit skrifa auk þeirrar sem hér stendur Ólína Þorvarðardóttir, Þuríður Backman, Atli Gíslason, Lúðvík Geirsson, Ásmundur Einar Daðason og Árni Johnsen. Þór Saari, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, er einnig samþykkur áliti þessu.