140. löggjafarþing — 42. fundur,  16. jan. 2012.

gerð og fjármögnun Vaðlaheiðarganga.

213. mál
[17:30]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Þetta mál, eins og svo mörg önnur, lyktar af því að verið sé að fela einhverjar skuldbindingar. Verið er að fela þá skuldbindingu að bora á gat í gegnum fjall og það á hvergi að koma fram, eða mjög lítið. Það gera menn með því að láta einhver veggjöld standa undir framkvæmdunum. Ég hef miklar efasemdir um þær forsendur að 90% vegfarenda keyri í gegnum þessi göng. Ég hef miklar efasemdir um þær forsendur. Auk annarra forsendna, t.d. hvaða vexti þarf að greiða á lán sem við getum fengið á þessa framkvæmd sem þá er án ríkisábyrgðar. Athugið það, hv. þingmenn, þessi framkvæmd verður án ríkisábyrgðar og getur ekki notið sömu vaxta og ríkið. Ég hef miklar efasemdir um þetta, mér finnst allt lykta af því að menn séu að fela skuldbindingar eins og núverandi ríkisstjórn gerir aftur og aftur og aftur. Þetta stefnir í að verða líkt og í Grikklandi.