140. löggjafarþing — 42. fundur,  16. jan. 2012.

fjárframlög til veiða á ref og mink.

151. mál
[18:34]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Menn fara mikinn í refasögum. Ég held að það sé nær sanni að refurinn vinni ekki á dýrum nema í algerum undantekningartilvikum (Gripið fram í.) og í slíkum tilvikum á auðvitað að vinna á þeim grenjum sem eru undirrót vandans. Almennt á refurinn sinn rétt í íslenskri náttúru og við eigum eiginlega að vernda hann nema rétt í kringum fuglastaði.

Með minkinn er annað mál og á þessum 20 sekúndum sem ég hef til að ræða um hann vil ég segja að þegar niðurstöður úr þessum rannsóknum koma fram þurfum við að gera upp við okkur hvort við ætlum að útrýma minknum í alvöru eða veita honum þegnrétt í landinu. Beðið er eftir að þessu tilraunaverkefni ljúki til að gera það. Það verður dýrt að útrýma minknum og við þurfum líka að leggja niður minkabúin til að svo megi verða. Þetta er ákvörðun sem þarf að taka sennilega á næsta áratug og verður áhugavert (Forseti hringir.) að sjá hvernig það gengur.