140. löggjafarþing — 43. fundur,  17. jan. 2012.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[14:32]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Álitamálin eru einmitt mjög mörg, en hér er gefin mjög skýr leiðsögn um það hvernig lagafrumvarpið skuli líta út. Þegar öll álitamál eru skoðuð gæti niðurstaða yfirferðar orðið sú, hvaða nefnd sem það gerði eða hvort það yrði á vegum ráðherra eða annarra, að þetta væri ekki besta leiðin heldur væri hugsanlega betra að fara í ættleiðingarlöggjöfina og nýta möguleikana á að styrkja þá löggjöf þannig að systkini, ættingjar eða vinir gætu með auðveldari hætti veitt þá velgjörð sem talað er hér um.

Eins vil ég varpa fram þessari spurningu: Erum við ekki komin of langt hvað varðar löggjöf um tæknifrjóvgun eins og hún er í dag?