140. löggjafarþing — 43. fundur,  17. jan. 2012.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[17:12]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki hvort hægt er að kalla þetta andsvar eða hvað er hægt að kalla þetta, en ég leyfi mér að benda á að ef farið hefði verið varfærnar í sakirnar í upphafi og lagt af stað með þingsályktunartillögu sem gerði ráð fyrir að skýrsla yrði unnin (Gripið fram í.) þá hefði hún farið í gegnum þingið og það væri að öllum líkindum búið að vinna þá skýrslu í stað þess að taka nú mjög dýrmætan tíma þingsins frá öðrum málum sem mjög margir (Gripið fram í.) þingmenn telja að séu einfaldlega miklu brýnni en þetta. Það er það sem ég er að benda á.

Það er oft heppilegra að vera hófsamari og varfærnari með þau mál sem menn leggja fram í þinginu en ganga fram með slíkum látum að þau mæti mjög mikilli andstöðu. Þetta mál hefur mætt mjög mikilli andstöðu og ég leyfi mér að benda hv. þingmanni á að það virðist ekki njóta mikils fylgis í hennar eigin flokki því að flokksmenn hennar hafa ekki tekið mikinn þátt í umræðunni.

Vissulega er það samt svo, svo að ég hæli (Gripið fram í.) hv. þingmanni aðeins, að hún hefur unnið mjög ötullega að þessu máli. Það er alveg rétt, en ég held að það væri komið lengra og væri í heppilegri farvegi ef það hefði verið lagt fram á hófsamari hátt frá upphafi. (Gripið fram í.)