140. löggjafarþing — 43. fundur,  17. jan. 2012.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[17:43]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Enn er drepið á málum sem maður þyrfti lengri tíma en eitt lítið andsvar til að klára. Hér nefnir þingmaðurinn þá staðreynd að þetta hafi verið lengur en þrjú ár til umræðu í þinginu í þessari lotu (Gripið fram í.) og það er allt rétt, en ég er ekki viss um að það teldist langur tími í samanburði við til að mynda aðrar Norðurlandaþjóðir svo að ég nefni þær aftur.

Grundvallaratriðið er þetta: Staðan er enn þannig, eins og málið er búið út þó að það hafi sannarlega tekið mjög mörgum jákvæðum breytingum, að fleiri en færri gjalda varhuga við þessari grundvallarbreytingu. Ég segi: Göngum hægt um gleðinnar dyr í þessum efnum, stígum varlega til jarðar. Þetta er stórt grundvallarmál sem verðskuldar verulega mikla yfirlegu og umræðu í þinginu.