140. löggjafarþing — 43. fundur,  17. jan. 2012.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[19:29]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég hef ekki farið yfir þingtíðindin til að athuga hvernig ég greiddi atkvæði um tæknifrjóvgun eða hvort ég var þá á þingi. Minn vilji í þessu er ósköp einfaldur, ég vil ekki stöðva málið. Ég tek undir tillögu hv. þingmanna Valgerðar Bjarnadóttur, Eyglóar Harðardóttur, Árna Þórs Sigurðssonar og Birgittu Jónsdóttur um að í staðinn fyrir að velferðarráðherra verði falið að semja frumvarp til laga og flytja það hér á þingi, sem í er ákveðinn efnislegur kjarni, verði honum falið að skoða álitamál um staðgöngumæðrun, að minnsta kosti þessi 14 sem fram eru tekin í greinargerð hv. flutningsmanna.