140. löggjafarþing — 44. fundur,  18. jan. 2012.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[15:44]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil leggja áherslu á eitt öðru fremur og það er að þetta er ekki endanleg afgreiðsla málsins. Fram undan er vönduð, ítarleg og fjölbreytt vinna við að taka einmitt á öllum þeim álitamálum sem um er að ræða. Svo munu, að því loknu, koma hingað inn drög að frumvarpi sem fer þá í ítarlegt hefðbundið umsagnarferli og þá fyrst ætlar þingheimur sér að taka endanlega afstöðu til málsins. Ég tel heillavænlegasta skrefið að afgreiða þá þingsályktunartillögu sem liggur fyrir og eins og farið hefur verið ítarlega í gegnum blasir hin mikla vinna við sem kemur síðan aftur til kasta þingsins.