140. löggjafarþing — 44. fundur,  18. jan. 2012.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[15:52]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Frú forseti. Ég harma að Alþingi óski í dag eftir að fram verði lagt frumvarp sem heimili staðgöngumæðrun af velgjörð. Þetta er eitt helsta baráttumál Sjálfstæðisflokksins á þessu þingi. Hér ætlar meiri hluti þingheims að fylgja Sjálfstæðisflokknum í því að markaðsvæða meðgönguna [Kliður í þingsal.] og er það í anda annars sem kemur úr þeim ranni. (Gripið fram í.) (Gripið fram í.)