140. löggjafarþing — 44. fundur,  18. jan. 2012.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[16:01]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (U):

Frú forseti. Ég hef ekki lagt mörg orð í belg í þessari vandasömu umræðu nema í velferðarnefnd og umræðan þar var mjög góð og við veltum upp mörgum álitamálum í þessu sambandi. Ég styrktist í rauninni í þeirri afstöðu minni eftir þá yfirferð að höfuðáherslan verður náttúrlega að liggja á því að staðgöngumæðrun sé í velgjörðarskyni. Við erum að samþykkja að búa til lagaumgjörð utan um góðverk. Við erum að samþykkja að fólk sem er í verulegum vandræðum geti ákveðið að leysa þau vandræði saman. Auðvitað er þetta flókið og erfitt mál en hér er lagt til að búa til lagaumgjörð þannig að fólk muni ekki gera þetta að gamni sínu, það muni fá ráðgjöf og ákveðinn ferill verði settur niður.

Mér fannst líka svolítið veigamikil sjónarmiðin sem okkur voru kynnt í yfirferð nefndarinnar að mjög margir (Forseti hringir.) leita sér núna staðgöngumæðrunar eftir ýmsum leiðum þannig að það er miklu betra að búa til umgjörð utan um hana.