140. löggjafarþing — 45. fundur,  19. jan. 2012.

samgönguáætlun 2011-2022.

393. mál
[11:40]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vissulega þarf að taka tillit til þeirra aðstæðna sem eru í dag, til þess sem er næst okkur í tíma, en sú áætlun sem hér um ræðir nær til ársins 2022. Því hefði maður kannski viljað sjá örlítið bjartari framtíðarsýn varðandi möguleika á að fara í framkvæmdir á svo löngum tíma.

Mig langar þó að benda hæstv. ráðherra á og það er mjög sérstakt að í áætluninni er ekki að finna framkvæmdir sem voru í fyrri áætlun, framkvæmdir sem hefur jafnvel ekki verið lokið við. Það er svolítið undarlegt að horfa á veg sem er tilbúinn en það á kannski eftir að leggja á hann slitlag og hann er ekki á samgönguáætlun.

Síðan langar mig að benda á að í allri þeirri þykku bók sem hér er lögð á borð er ein framkvæmd og það lítil framkvæmd í öllu gamla Norðvesturkjördæmi, svo því sé haldið til haga. Ein lítil framkvæmd upp á 100 milljónir, ef ég man rétt.

Loks hefði ég gjarnan viljað sjá — ég er reyndar ekki búinn að lesa þetta alveg til hlítar, það getur verið að það sé (Forseti hringir.) skýring á því — (Forseti hringir.) mun skýrari stefnumótun varðandi flugsamgöngur.